Fara á efnissvæði

Námskrá húmanískrar fermingarfræðslu

Undirbúningur fermingarbarna í aðdraganda borgaralegrar fermingar

Borgaraleg ferming er valkostur fyrir öll ungmenni sem vilja staldra við á tímamótum og fagna þeim með uppbyggilegu námskeiði og hátíðlegri athöfn. Ungmenni sem fermast borgaralega sækja fermingarfræðslu í aðdraganda athafnarinnar. Markmið fermingarfræðslu Siðmenntar er að rækta með markvissum hætti þá þekkingu og færni sem styrkir einstakling til að verða gagnrýninn og virkur þátttakandi í nútímasamfélagi. Siðmennt nýtir húmanísk sjónarhorn við mótun þessarar menntunar.

MARKMIÐ

  • Að fermingarbarnið öðlist innsýn í húmanísk viðfangsefni, færni til að beita gagnrýninni hugsun og taka þátt í heimspekilegri samræðu. 
  • Að undirbúa fermingarbarnið fyrir þau tímamót að komast í fullorðinna tölu.
  • Að bjóða upp á valkost í fermingarfræðslu og fermingarathöfn sem er óháð trúarbrögðum og byggist á sammannlegum gildum.

VIÐFANGSEFNI

Viðfangsefni húmanismans eru tekin fyrir með heimspekilegum umræðum, leikjum og æfingum. Hver hópur fær handleiðslu frá leiðbeinanda sem nálgast viðfangsefnin með faglegri hlutlægni og býður fermingarbörnunum öruggt rými til að ræða saman og hlusta hvert á annað. Leiðbeinendur fara í hæfnismat áður en þau eru ráðin og hafa flest bakgrunn í hugvísindum og/eða kennslu. 

Á meðan á námskeiðinu stendur vakna yfirleitt upp spurningar á borð við þær um hvernig lífi sé best að lifa, hver sé tilgangur lífsins, hvað sé rétt og hvað sé rangt. Á námskeiðinu er leitast eftir því að færa okkur nær einhverju sem líkist svörum — en helst leggjum við áherslu á að kenna unga fólkinu sem námskeiðin sækja hvernig þau geta beitt gagnrýnum aðferðum í sinni eigin leit að svörum.

ER FERMINGIN OPIN ÖLLUM?

Fermingin er opin öllum ungmennum, óháð uppruna, kyni, kynhneigð, trú eða lífsskoðunum. Hvorki ungmennin né foreldrar þeirra þurfa að vera skráð í Siðmennt til að fermast hjá okkur.

Aldursviðmið er 13–15 ára.

HVAÐ ER HÚMANISMI?

Húmanismi er lýðræðisleg og siðræn lífsskoðun sem byggist á því að hver einstaklingur hafi rétt til að móta líf sitt og gefa því merkingu. Húmanismi stuðlar að því að byggja upp mannúðlegt samfélag á grundvelli siðferðiskerfis sem endurspeglar mannleg og náttúruleg gildi í anda rökhyggju og óháðrar athugunar á forsendum mannlegrar hæfni. Húmanismi er handan trúarbragða og beitir ekki yfirnáttúrulegum túlkunum á tilverunni.

Yfirlitsmynd með titlinum "Fjórar meginstoðir húmanískrar fermingarfræðslu". Fjórar súlur. Á þeim stendur: Stofninn, sjálfið, samélagið og samhengið.

 

Stofninn

Samband okkar við grundvöll tilverunnar

 

Í fyrsta hluta námskeiðsins er farið yfir þær grundvallarspurningar sem leggja  grunninn að fjölbreyttum viðfangsefnum fermingarfræðslunnar. Þessar spurningar snúa að tilkomu jarðlegrar tilvistar okkar og tilgangi hennar, sem og að því hvernig við getum skapað okkur jákvætt og uppbyggilegt viðhorf til lífsins. Þá nær fermingarbarnið tökum á grundvallarverkfærum húmanískrar og heimspekilegrar samræðu. 

 

Í lok þessa hluta hefur fermingarbarnið

… kynnt sér grunngildi húmanisma og tilgang borgaralegrar fermingar

… gert sér grein fyrir nytsemi og mikilvægi heimspekilegrar samræðu og rökræðu, þekkir virka hlustun og hefur sjálfstraust til að tjá eigin skoðun

… fengið tækifæri til og æft sig að vera víðsýnt og gagnrýnið

… tekist á við frumspekilega hugsun

 

Viðfangsefni

Húmanismi – veraldleg og siðferðileg lífssýn

Gagnrýnin hugsun

Frumspeki

Sjálfið

Samband okkar við okkur sjálf

 

Mikilvægasta samband okkar í þessu lífi er sambandið við sjálf okkur. Fjallað er um hvernig hægt er að efla það samband og um mikilvægi þess að það sé heilbrigt og jákvætt. Umræðuefni eru tilfinningar, sjálfsmynd og sjálfsvirðing, kynvitund og kynferði. Sömuleiðis er farið yfir hvað mótar sjálfsmyndina og hvernig sú mótun hefur áhrif á heimsmynd okkar og gildi.

 

Í lok þessa hluta hefur fermingarbarnið

… ígrundað grunninn að eigin heimsmynd,

… fengið innsýn í fjölbreytileika tilfinninga, hvaðan þær spretta og hvernig best er að lifa lífi í sátt við alla tilfinningaflóruna,

… kafað í eigin sjálfsmynd.

 

Viðfangsefni

Sjálfsmynd og sjálfsvirðing

Tilfinningar

Gildismat

Geðheilbrigði

Kynvitund og kynferði

Samfélagið

Samband okkar á milli

 

Út frá persónulegri heimsmynd okkar er nærtækast að spyrja hvernig samfélög myndast og virka með ólíkum einstaklingum með öll sín einstöku sjónarhorn, hvernig okkar persónulegu gildi birtast í samskiptum við annað fólk, og hvernig þau leggja grunninn að sameiginlegum skilningi samfélagsins á siðferði og réttlæti. Fjallað verður um lýðræði, fjölmenningu, rasisma, kynjafræði, mannréttindi, fjölmiðlalæsi og fleira. 

 

Í lok þessa hluta hefur fermingarbarnið:

… séð hvernig siðferði samfélagsins byggist á ríkjandi gildismati, er huglægt og breytilegt,

… öðlast innsýn í helstu siðfræði- og réttlætiskenningar samtímans,

… lært um hlutverk valds og forréttinda í samfélaginu, og um mikilvægi inngildingar (e. inclusion) jaðarhópa við mótun samfélagssáttmála.

… fengið fræðslu um stafræn samskipti og hvernig best er að greiða úr upplýsingaflækjunni sem kann að myndast á netinu. 

 

Viðfangsefni

Siðfræði, réttlæti og mannréttindi

Félagsfærni, samkennd og vinátta

Fjölmenning og inngilding

Fjölmiðlalæsi og samfélagsmiðlar

Samhengið

Samband okkar við náttúruna og umheiminn

 

Mannkynið sprettur úr náttúrunni og er  háð náttúrunni. Í lokaþætti námskeiðsins er staða manneskjunnar í náttúrunni til umfjöllunnar. Hvernig horfum við á dýrategundina maður í samhengi við náttúruna? Trónir maðurinn á toppnum og eigum við að horfa á heiminn út frá okkar forsendum og hagsmunum, eða eru þær forsendur mögulega takmarkaðar og hagsmuna okkar best gætt með því að horfa á okkur sem hluta af vistkerfum jarðar? Fjallað verður um loftlagsvána, náttúruvernd og dýrasiðfræði. 

 

Í lok þessa hluta hefur fermingarbarnið

… horft gagnrýnum augum á stöðu mannsins í heimsmynd sinni,

… kynnt sér helstu staðreyndir um loftslagsmál og hugleitt hvað best er að gera til að takast á við þá áskorun,

… skoðað og rökrætt meðferð og framkomu manna gagnvart öðrum dýrum og fyrirbærum náttúrunnar. 

 

Viðfangsefni

Umhverfisvernd

Dýrasiðfræði

Mannmiðja eða. náttúruhyggja

Tilgangur lífsins

Hnattræn hugsun

  • Stofninn

    Samband okkar við grundvöll tilverunnar

     

    Í fyrsta hluta námskeiðsins er farið yfir þær grundvallarspurningar sem leggja  grunninn að fjölbreyttum viðfangsefnum fermingarfræðslunnar. Þessar spurningar snúa að tilkomu jarðlegrar tilvistar okkar og tilgangi hennar, sem og að því hvernig við getum skapað okkur jákvætt og uppbyggilegt viðhorf til lífsins. Þá nær fermingarbarnið tökum á grundvallarverkfærum húmanískrar og heimspekilegrar samræðu. 

     

    Í lok þessa hluta hefur fermingarbarnið

    … kynnt sér grunngildi húmanisma og tilgang borgaralegrar fermingar

    … gert sér grein fyrir nytsemi og mikilvægi heimspekilegrar samræðu og rökræðu, þekkir virka hlustun og hefur sjálfstraust til að tjá eigin skoðun

    … fengið tækifæri til og æft sig að vera víðsýnt og gagnrýnið

    … tekist á við frumspekilega hugsun

     

    Viðfangsefni

    Húmanismi – veraldleg og siðferðileg lífssýn

    Gagnrýnin hugsun

    Frumspeki

  • Sjálfið

    Samband okkar við okkur sjálf

     

    Mikilvægasta samband okkar í þessu lífi er sambandið við sjálf okkur. Fjallað er um hvernig hægt er að efla það samband og um mikilvægi þess að það sé heilbrigt og jákvætt. Umræðuefni eru tilfinningar, sjálfsmynd og sjálfsvirðing, kynvitund og kynferði. Sömuleiðis er farið yfir hvað mótar sjálfsmyndina og hvernig sú mótun hefur áhrif á heimsmynd okkar og gildi.

     

    Í lok þessa hluta hefur fermingarbarnið

    … ígrundað grunninn að eigin heimsmynd,

    … fengið innsýn í fjölbreytileika tilfinninga, hvaðan þær spretta og hvernig best er að lifa lífi í sátt við alla tilfinningaflóruna,

    … kafað í eigin sjálfsmynd.

     

    Viðfangsefni

    Sjálfsmynd og sjálfsvirðing

    Tilfinningar

    Gildismat

    Geðheilbrigði

    Kynvitund og kynferði

  • Samfélagið

    Samband okkar á milli

     

    Út frá persónulegri heimsmynd okkar er nærtækast að spyrja hvernig samfélög myndast og virka með ólíkum einstaklingum með öll sín einstöku sjónarhorn, hvernig okkar persónulegu gildi birtast í samskiptum við annað fólk, og hvernig þau leggja grunninn að sameiginlegum skilningi samfélagsins á siðferði og réttlæti. Fjallað verður um lýðræði, fjölmenningu, rasisma, kynjafræði, mannréttindi, fjölmiðlalæsi og fleira. 

     

    Í lok þessa hluta hefur fermingarbarnið:

    … séð hvernig siðferði samfélagsins byggist á ríkjandi gildismati, er huglægt og breytilegt,

    … öðlast innsýn í helstu siðfræði- og réttlætiskenningar samtímans,

    … lært um hlutverk valds og forréttinda í samfélaginu, og um mikilvægi inngildingar (e. inclusion) jaðarhópa við mótun samfélagssáttmála.

    … fengið fræðslu um stafræn samskipti og hvernig best er að greiða úr upplýsingaflækjunni sem kann að myndast á netinu. 

     

    Viðfangsefni

    Siðfræði, réttlæti og mannréttindi

    Félagsfærni, samkennd og vinátta

    Fjölmenning og inngilding

    Fjölmiðlalæsi og samfélagsmiðlar

  • Samhengið

    Samband okkar við náttúruna og umheiminn

     

    Mannkynið sprettur úr náttúrunni og er  háð náttúrunni. Í lokaþætti námskeiðsins er staða manneskjunnar í náttúrunni til umfjöllunnar. Hvernig horfum við á dýrategundina maður í samhengi við náttúruna? Trónir maðurinn á toppnum og eigum við að horfa á heiminn út frá okkar forsendum og hagsmunum, eða eru þær forsendur mögulega takmarkaðar og hagsmuna okkar best gætt með því að horfa á okkur sem hluta af vistkerfum jarðar? Fjallað verður um loftlagsvána, náttúruvernd og dýrasiðfræði. 

     

    Í lok þessa hluta hefur fermingarbarnið

    … horft gagnrýnum augum á stöðu mannsins í heimsmynd sinni,

    … kynnt sér helstu staðreyndir um loftslagsmál og hugleitt hvað best er að gera til að takast á við þá áskorun,

    … skoðað og rökrætt meðferð og framkomu manna gagnvart öðrum dýrum og fyrirbærum náttúrunnar. 

     

    Viðfangsefni

    Umhverfisvernd

    Dýrasiðfræði

    Mannmiðja eða. náttúruhyggja

    Tilgangur lífsins

    Hnattræn hugsun