Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Ljósmyndir frá borgaralegri fermingu

Myndir frá borgaralegri fermingu 2005 eru loksins komnar á netið. Dregist hefur að setja myndirnar á netið vegna tæknilegra ástæðna. Áhugasamir eru hvattir til að skoða myndirnar á sem eru að finna á slóðinni www.sidmennt.is/photos.


Þeir sem eiga fleiri myndir af athöfninni sem má birta á vef Siðmenntar eru hvattir til að hafa samband í gegnum netfangið sidmennt@sidmennt.is.

Upptaka af borgaralegri fermingu ennþá fáanleg á DVD eða VHS
Upptaka af borgaralegri fermingu 17. apríl 2005 er enn fáanleg á bæði DVD mynddiski og VHS myndbandi.

Hægt er að panta eintak með því að senda tölvupóst á upptaka@sidmennt.is eða hringja í Hope í síma 567-7752. Pöntunum verður safnað saman og efnið fjölfaldað þegar nokkrar pantanir hafa borist. Eintakið kostar 3000 krónur hvort sem pantað er DVD eða VHS og rennur hluti ágóðans (kr. 500) í styrktarsjóð Siðmenntar.

Til baka í yfirlit