Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Efast á kránni með Christian Lomsdalen 3. maí kl. 17:00 á Petersen Svítunni

Efast á kránni með Christian Lomsdalen 3. maí kl. 17:00 á Petersen Svítunni
Föstudaginn 3. maí næstkomandi mun Christian Lomsdalen formaður Norsku húmanistasamtakanna, í samvinnu við Siðmennt, halda erindi um kennslu trúarbragða í skólum út frá ýmsum snertiflötum eins og rétti til menntunar, trúfrelsis og samspili lagalegra réttinda foreldra annars vegar og barna hins vegar.

Christian Lomsdalen er fæddur 1985 og er með meistaragráður frá Háskólanum í Tromsö annars vegar og Háskólanum í Bergen hins vegar. Sem stendur er Christian með stöðu í síðarnefnda háskólanum. Þess skal getið að Christian heldur uppi hlaðvarpinu "Lektor Lomsdalens innfall" sem hann kom á koppinn árið 2016.

Við munum hittast í bláa herberginu á Petersen svítunni, Ingólfsstræti 2a. Húsið opnar kl. 17:00 og erindið hefst kl. 17:30. Happy hour verður í boði til kl. 19:00. Staðurinn er aðgengilegur fyrir hjólastóla.

Hlökkum til að sjá sem flest!
Til baka í yfirlit