Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Aðalfundur Siðmenntar 2022 – fundarboð

Aðalfundur Siðmenntar 2022 – fundarboð

Aðalfundur Siðmenntar 2022 verður haldinn þriðjudaginn 15. mars kl. 19:30. Staðsetning verður auglýst síðar þegar fyrir liggur hvort óhætt verði að halda fund í raunheimum, en að öðrum kosti verður um fjarfund að ræða.

Dagskrá:
1. Kjör fundarstjóra og fundarritar
2. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
3. Áritaðir reikningar fyrra árs lagðir fram til umræðu og samþykktar
4. Breytingar á lögum
5. Ákvörðun félagsgjalda
6. Kjör stjórnar, sbr. grein 5.1
7. Kjör félagslegra skoðunarmanna reikninga, sbr. grein 6.7
8. Önnur mál.

Vakin er sérstök athygli á 4.4. grein úr lögum Siðmenntar:

„Kjörgengi og rétt til atkvæðagreiðslu á aðalfundi hafa félagar sem skráðir eru í Siðmennt hjá Þjóðskrá og/eða fólk sem er skráð beint og hefur greitt félagsgjald undangengins starfsárs. Framboðsfrestur til stjórnar Siðmenntar rennur út tveimur vikum fyrir aðalfund. Náist ekki framboð til allra stjórnarsæta með 2 vikna fyrirvara má taka við framboðum á aðalfundi til þess sætis eða þeirra sæta sem í vantar.

Skila má inn framboðum til stjórnar á sidmennt@sidmennt.is en framboðsfrestur er til miðnættis 1. mars.

Einnig vill stjórn félagsins minna á tilnefningar til húmanistaviðurkenningarinnar og fræðslu- og vísindaviðurkenningu Siðmenntar, sem afhentar verða á fundinum. Smellið hér fyrir nánari upplýsingar og til að senda inn tilnefningar.

Til baka í yfirlit