Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Árgjald félagsmanna í Siðmennt hefur verið sent í heimabanka

Árgjald félagsmanna í Siðmennt hefur verið sent í heimabanka

Árgjald til félagsmanna í Siðmennt hefur verið sent í heimbanka. Um er að ræða kröfu að upphæð 5.000 eða 2.500 eftir atvikum sem send er til einstaklinga sem skráð sig hafa beint í félagið í gegnum heimasíðu félagsins. Krafan er vaxtalaus og fellur niður um næstu áramót hafi hún ekki verið greidd.

Til að vera fullgildur meðlimur í Siðmennt þarf að greiða árgjald, annað hvort með því að vera skráður í Siðmennt í Þjóðskrá og velja að láta sóknargjöld sín renna til félagsins, eða með því að skrá sig beint í félagið og greiða árgjald (5.000 kr skv ákvörðun á aðalfundi þann 21. mars 2024) sem sent er í netbanka í maí á hverju ári. Eldri borgarar, öryrkjar og nemar fá 50% afslátt. Sum kjósa jafnvel að gera bæði, og styrkja félagið þannig bæði með beinu félagsgjaldi og sóknargjöldum.

Árgjaldið er einn af mikilvægum tekjustofnum félagsins sem er félaginu mikill hvalreki til þess að hægt sé að halda uppi skrifstofu og halda viðburði sem eru til þess fallnir að efla félagið. Siðmennt kann því kærlega að meta þessi fjárframlög sem eru að sjálfsögðu ávallt nýtt til góðra verka.

Hafi einhver ekki áhuga á að fá þessar kröfur til sín er bent á að senda póst á eyjolfur@sidmennt.is og verður núverandi krafa felld niður og viðkomandi gerður óvirkur í bókhaldskerfi Siðmenntar.

Til baka í yfirlit