
Skráning í borgaralega fermingu 2023
Skráning í athafnir fyrir árið 2023 fer að ljúka!
Þátttaka í fermingarfræðslu er forsenda þess að taka þátt í fermingarathöfn. Skrá þarf fermingarbarnið í hvort um sig sérstaklega.
Skráningu er lokið á höfuðborgarsvæðinu en ennþá opið á landsbyggðinni þartil fyrstu námskeið hefjast.
Fermingarathafnir
Fermingarathafnir fara fram víðsvegar um landið, en einnig er hægt að óska eftir heimafermingu.
Fermingarfræðsla
Fermingarfræðslan fer fram með fjölbreyttum hætti, bæði í fjar- og staðnámi. Næsta vor verður boðið upp á kvöldnámskeið, helgarnámskeið, fermingarbúðir, fjarnám og þemanámskeið tengd sértækum áhugasviðum fermingarbarna.
Skráningarvefur
Skráning í borgaralega fermingu fer fram í gegnum skráningargáttina Sportabler.
Við mælum með því að fólk sæki Sportabler appið í símana sína til að fylgjast með skilaboðum og öðrum tilkynningum.
Athugið að greiðslur í netbanka eru innheimtar af Greiðslumiðlun og birtast því ekki í nafni Siðmenntar. Þær hafa skýringuna „Æfingagjöld“.
Hægt er að velja efst á skráningarvefn "athöfn" eða "námskeið"