Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Aðalfundur og heill dagur af húmanista

Aðalfundur og heill dagur af húmanista

Aðalfundur Siðmenntar -
heill dagur af húmanisma!

 

Aðalfundur Siðmenntar 2023 verður haldinn
í sal Blaðamannafélags Íslands, Síðumúla 23,
laugardaginn 18. mars klukkan 15:00-17:00
 

Dagskrá:

  1. Afhending viðurkenninga
  2. Kjör fundarstjóra og fundarritara
  3. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
  4. Áritaðir reikningar fyrra árs lagðir fram til umræðu og samþykktar
  5. Breytingar á lögum
  6. Ákvörðun félagsgjalda
  7. Kjör stjórnar, sbr. lög Siðmenntar grein 5.1. 
  8. Kjör félagslegra skoðunarmanna reikninga, sbr. lög Siðmenntar grein 6.7
  9. Önnur mál

 

Stjórnarkjör
Vakin er sérstök athygli á 4.4. grein úr lögum Siðmenntar:

„Kjörgengi og rétt til atkvæðagreiðslu á aðalfundi hafa félagar sem skráðir eru í Siðmennt hjá Þjóðskrá og/eða fólk sem er skráð beint og hefur greitt félagsgjald undangengins starfsárs. Framboðsfrestur til stjórnar Siðmenntar rennur út tveimur vikum fyrir aðalfund. Náist ekki framboð til allra stjórnarsæta með 2 vikna fyrirvara má taka við framboðum á aðalfundi til þess sætis eða þeirra sæta sem í vantar.“

Frestur til að skila inn framboðum til stjórnarkjörs rennur út á miðnætti laugardaginn 4. mars en á aðalfundi þann 18. mars verða kosnir fimm aðalmenn og fjórir varamenn í stjórn auk formanns. Framboðum má skila til framkvæmdastýru Siðmenntar í netfangið sigthrudur@sidmennt.is, framboðum skulu fylgja upplýsingar um það hvort fólk sækist sæti aðalmanns, varamanns eða formanns.Einnig minnir stjórn félagsins á tilnefningar til húmanistaviðurkenningarinnar og fræðslu- og vísindaviðurkenningar Siðmenntar, sem afhentar verða á fundinum. Hér má sjá meira um viðurkenningarnar auk þess sem senda má inn tilnefningar Viðurkenningar Siðmenntar (google.com)

 

Heill dagur af húmanisma

Laugardagurinn 18. mars verður húmanistadagur frá morgni til kvölds og fljótlega verður hægt að skrá sig á viðburði á heimasíðu og facebooksíðu félagsins. 

Dagskráin verður auglýst nánar síðar en eftirtalið verður í boði

10:00-12:00       Dauðakaffi

12:00-13:00       Léttur hádegisverður

13:00-14:50       Málþing; Tölum um dauðann

15:00-17:00       Aðalfundur

17:30                  Árshátíð Siðmenntar

 

Staðsetning;  Salur BÍ, Síðumúla 23.

 

Opið hús á skrifstofu Siðmenntar

Á miðvikudögum kl. 9-15 er opið hús á Laugavegi 178, 2.h. en þá er allt starfsfólk á staðnum, formaðurinn kíkir við og  Siðmenntarfólk er velkomið í heimsókn, kaffibolla og spjall.  Miðvikudaginn 1. mars kl. 12-13 verðum við með Húmanistahádegi en þá verður boðið upp á léttan hádegisverð og fræðslu og spjall um borgaralegar fermingar. Hope Knútsson kemur og segir okkur frá upphafi fermingastarfsins og starfskonur kynna fermingastarfið í dag.

 

Til baka í yfirlit