Fara á efnissvæði

Þemanámskeið: útivist - Uppselt!

Siðmennt undir jökli er námskeið sem er kennt á fótum. Hópurinn hittist fjórum sinnum á laugardögum, fyrstu þrjú skiptin verða á höfuðborgarsvæðinu þar sem farið verður í styttri göngur og svo hittast þau fjórða laugardaginn og fara saman í jöklagöngu.

 

Staðsetning

Staðsetning kemur fljótlega

Námskeiðstilhögun

FULLT er í útivistarnámskeiðið 2024!

Þrjár dagsferðir á laugardegi og ein löng ferð upp á jökul.

Dagsetningarnar eru*:

 • 10. feb: 10:00-12:00
 • 17. feb: 10:00-12:00
 • 24. feb: 10:00-12:00
 • 2. mars: Allur dagurinn - jöklaganga

*Athugið að þessar dagsetningar eru settar fram með fyrirvara á breytingum vegna veðurs eða ófyrirsjáanlegra aðstæðna. Við biðjum fermingarbörnin að taka frá sunnudagana á þessum helgum líka frá þar sem við gætum þurft að færa námskeiðið yfir á sunnudaga ef aðstæður eru betri þá. 

Verð

48.000 kr

Félagar í Siðmennt fá sérstök afsláttarkjör. Upplýsingar um þau má finna hér

Skráning

Skráning opnar 11. september

10. febrúar - Kynningartími

Kl. 10:00-12:00

Tveggja klukkustunda ganga í Heiðmörk. Á meðan á göngu stendur er fjallað um frumspekileg málefni, gagnrýna hugsun og húmanisma. 

17. febrúar - Heiðmörk

Kl. 10:00-12:00

Tveggja klukkustunda ganga í Heiðmörk. Á meðan á göngu stendur er fjallað um frumspekileg málefni, gagnrýna hugsun og húmanisma. 

24. febrúar - Úlfarsfell

Kl. 10:00-12:00

Tveggja klukkustunda ganga í kringum Úlfarsfell. Rædd verða atriði sem koma að sjálfsmynd, samskiptum, eigin gildum og fleira sem viðkemur sjálfinu. 

2. mars - Sólheimajökull

Dagsferð.

Dagsferð á Sólheimajökul. Við tökum okkur góðan tíma í að ræða saman um samfélagsmálefni í rútunni: frelsi, réttlæti, mannréttindi, jafnrétti, samfélagsmiðla og fleira í þeim dúr. Þegar komið er að Sólheimajökli klífum við jökul með Margréti Gauju, sem er þaulvanur jöklaleiðsögumaður, og sjáum með eigin augum áhrif loftslagsbreytinga á jökulinn. Þá munum við ræða verður rætt samband mannsins við jörðina sína, loftlagsmál, dýrasiðfræði og fleira. Í rútunni til baka verður boðið upp á heitt kakó.

Gott að hafa í huga
 • Hver tími er háður því að veður sé ásættanlegt.

 • Mikilvægt er að börnin séu klædd eftir veðri og með nesti sem dugir fyrir daginn.

 • Ef foreldrar hafa áhuga á því að mæta í jöklaferðina er opið fyrir það. Hafið samband tímanlega ef svo er.
 • 10. febrúar - Kynningartími

  Kl. 10:00-12:00

  Tveggja klukkustunda ganga í Heiðmörk. Á meðan á göngu stendur er fjallað um frumspekileg málefni, gagnrýna hugsun og húmanisma. 

 • 17. febrúar - Heiðmörk

  Kl. 10:00-12:00

  Tveggja klukkustunda ganga í Heiðmörk. Á meðan á göngu stendur er fjallað um frumspekileg málefni, gagnrýna hugsun og húmanisma. 

 • 24. febrúar - Úlfarsfell

  Kl. 10:00-12:00

  Tveggja klukkustunda ganga í kringum Úlfarsfell. Rædd verða atriði sem koma að sjálfsmynd, samskiptum, eigin gildum og fleira sem viðkemur sjálfinu. 

 • 2. mars - Sólheimajökull

  Dagsferð.

  Dagsferð á Sólheimajökul. Við tökum okkur góðan tíma í að ræða saman um samfélagsmálefni í rútunni: frelsi, réttlæti, mannréttindi, jafnrétti, samfélagsmiðla og fleira í þeim dúr. Þegar komið er að Sólheimajökli klífum við jökul með Margréti Gauju, sem er þaulvanur jöklaleiðsögumaður, og sjáum með eigin augum áhrif loftslagsbreytinga á jökulinn. Þá munum við ræða verður rætt samband mannsins við jörðina sína, loftlagsmál, dýrasiðfræði og fleira. Í rútunni til baka verður boðið upp á heitt kakó.

 • Gott að hafa í huga
  • Hver tími er háður því að veður sé ásættanlegt.

  • Mikilvægt er að börnin séu klædd eftir veðri og með nesti sem dugir fyrir daginn.

  • Ef foreldrar hafa áhuga á því að mæta í jöklaferðina er opið fyrir það. Hafið samband tímanlega ef svo er.