Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Saman fyrir Seyðisfjörð – rafræn listahátíð 25. -31. janúar

Verkefnið Saman fyrir Seyðisfjörð er styrktarverkefni þar sem Rauði krossinn og þekktir listamenn taka höndum saman til að vekja
athygli á harmleiknum sem þar ríkir eftir aurskriður síðustu vikna. Í lok ársins 2020 voru 14 heimili gjörónýt, menningararfi skolað burt með aurskriðunum og samfélagið í uppnámi.

Undir formerkjum Saman fyrir Seyðisfjörð vinnur hópur fólks nú að því að styðja við bæinn með rafrænni listahátíð, þar sem einvalalið tónlistarmanna kemur fram og listaverk af öllum toga verða til sýnis. Hægt verður að njóta listarinnar á ​samanfyrirseydisfjord.info​ frá 25. – 31. janúar. Meðal þeirra sem koma fram eru ​Ásgeir, Bríet, sillus X Hermigervill, ​Bjartar Sveiflur, Sykur, Hjaltalín, Halldór Eldjárn, Hatari, Vök, JFDR, Cyber, Benni Hemm Hemm X Prins Póló X Ívar Pétur, Abby Portner, Sunna Margrét, Sexy Lazer, Samantha Shay X Andrew  Thomas Huang, Hrafn Bogdan, Sodill, Crystal Lubrikunt, Forest Law, Augnablik, Rex Pistols, Pamela Angela, MSEA, Una Björg Magnúsdóttir, Nana Anine, Boris Vitazek, Supersport! og fleiri listamenn sem tilkynnt verður um síðar.

Nánari upplýsingar um dagskrá verða birtar inni á ​instagram​ síðu framtaksins en þar verður einnig áfram hægt að fylgjast með stöðu mála á Seyðisfirði og fá innsýn inn í líf bæjarbúa. Rauði krossinn heldur utan um fjársöfnun verkefnisins og sér um að útdeila þeim fjármunum er safnast, í nánu samstarfi við ýmsa aðila í samfélaginu.

Svona leggur þú þitt af mörkum:

Sendu sms skilaboðin „HJALP“ í númerið 1900 til að gefa 2900 krónur, eða farðu á
gefa.raudikrossinn.is/9544​ til að millifæra. Siðmennt hefur þegar lagt söfnuninni til 200.000 krónur og hvetur önnur trú- 0g lífsskoðunarfélög til að láta sitt ekki eftir liggja.

Verkefnið á samfélagsmiðlum:
Facebook: facebook.com/Saman-fyrir-Seyðisfjörð
Instagram: instagram.com/saman_fyrir__seydisfjord

Til baka í yfirlit