Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Hoppað í hnapphelduna 2024

Hoppað í hnapphelduna 2024

Föstudaginn 21. júní næstkomandi býður Siðmennt - félag siðrænna húmanista á Íslandi, kærustupörum að ganga í hjónaband í snarpri, merkingarþrunginni, hátíðlegri og síðast en ekki síst lögformlegri athöfn. Viðburðurinn verður haldinn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og er þetta í þriðja sinn sem Siðmennt heldur slíkan viðburð.

Áhugasöm eru hvött til að skrá sig sem fyrst hér.

Siðmennt tekur ekkert gjald fyrir hjónavígslur sem fara fram á þessum viðburði.

Athafnirnar taka um 20-30 mínútur hver og boðið verður upp á lifandi tónlist og fallegt umhverfi. Gestir eru velkomnir.
Fyrirspurnir sendist á athafnir@sidmennt.is

Til baka í yfirlit