Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Áframhaldandi fjölgun hjá Siðmennt

Áframhaldandi fjölgun hjá Siðmennt

Frá 1. desember 2022 til 1. júní 2023 hefur fjölgun meðlima í trú- og lífsskoðunarfélagi verið mest í Siðmennt eða um 235 meðlimi, sem er um 4,4% fjölgun úr 5.345 meðlimi í 5.580 meðlimi. Næstmest er fjölgunin í Kaþólsku kirkjunni og Ásatrúarfélaginu eða um 136 meðlimi.

Eins og sést á meðfylgjandi grafi hefur fjölgunin verið nokkuð jöfn frá 2019 en sýnu mest árið 2022. Það er ánægjulegt að sjá að Siðmennt er stöðugt að stækka og eflast og munum við halda áfram að auka þjónustu við þann hóp fólks sem vill hafa val um að geta fagnað tímamótum á húmaniskum vettvangi.

Til baka í yfirlit