Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Ræða Andra Snæs Magnasonar á BF 2006

Andri Snær Magnason, rithöfundur talaði að mestu leiti blaðalaust en helstu punktarnir í ræðu hans voru eftirfarandi:

Hvað skal segja við hóp af fermingarbörnum?

Einn sá sem ég hef litið mest upp til um ævina var afi minn sem fæddist árið 1919 árið eftir að fyrri heimsstyrjöldinni lauk ég bað hann stundum um góð ráð eitt þeirra var á þessa leið:


Maður á alltaf að gera vitleysur. Það hljómar kannski eins og rugl og öfugmæli en er það í raun ekki. Sá sem er hræddur við að gera vitleysur gæti orðið hræddur við að fara ótroðnar slóðir sá sem er hræddur við að gera vitleysur gæti jafnvel forðast að gera það sem hann þráir mest kannski er skynsamlegt að forðast vitleysur en það er svo innbyggt í okkur að forðast vitleysur að kannski er betra að hugsa sem svo:

Það er gott að gera vitleysur.

Afi sagði þetta en ekki foreldrar mínir foreldrar eru hræddir við vitleysur hvort sem það er fallhlífarstökk eða ársdvöl sem skiptinemi í Perú lífið er mjög langt og góður tími fyrir vitleysur en þetta eru ekki mín ráð, þetta eru rað frá manni sem gerði margar vitleysur í lífinu og lifði lengi.

Annað sem hann Afi sagði mér var:

Það borgar sig aldrei að spara. Það eru orð að sönnu, hann tók leigubíl frá Reykjavík til Neskaupsstaðar árið 1946 til að biðja ömmu minnar hann var tvær vikur á leigubílnum og mörg ár að borga hann þannig bjargaði ég 40 mannslífum sagði hann en þau eignuðust 5 börn, 15 barnabörn og 25 barnabörn og 7 langafabörn það er ekki víst að þetta ráð sé algilt en heil fjölskylda er til vegna þess að einn maður var óhræddur við að gera vitleysur og sparaði ekkert til að láta þær verða að veruleika það borgar sig aldrei að spara það hljómar eins og ábyrgðarleysi en ég held að hann hafi átt við að það sem skiptir mestu máli fæst ekki keypt maður græðir ekkert á því að græða sagði hann líka líklega er það rétt, alltaf þegar hann ætlaði sér að græða þá tapaði hann peningum.

Ég hef ekki farið eftir þessum ráðum.

Afi lifði líklega meiri breytingar en nokkur kynslóð mun nokkru sinni gera, hann segist hafa verið ríkur vegna þess að það var alltaf til matur á hans heimili á kreppuárunum.

Hann lifði tíma þegar Þjóðverjar voru óvinir okkar og sökktu fiskiskipum það þætti fáránlegt í dag að vera hræddur við Þjóðverja.

Í dag virðast menn helst hræddir við múslima það mun þykja fáránlegt í framtíðinni að vera hræddur við múslima.

Þegar ég var 14 ára var internetið ekki til. Ég sendi tölvupóst fyrst þegar ég var 22 ára, þegar ég var 20 ára voru gsm símar ekki til.

Þegar einhver spyr ykkur hvað þið ætlið að verða er fullkomlega raunhæft að svara:

Ég ætla að verða eitthvað sem er ekki til ég ætla að læra á eitthvað sem er ekki búið að finna upp.

Afi var fæddur árið 1919 núna er árið 2006 ef dóttir mín verður jafn gömul og afi verður hún enn á lífi árið 2093. Ef þið eignist barn um þrítugt og barnið verður jafn gamalt og afi minn verður það enn á lífi árið 2109 ef við orðum þetta á annan veg:

Fólkið sem þið munið elska mest í lífinu verður enn á lífi árið 2109.

2109, það er alveg ógeðslega langt þangað til kynslóðin sem stjórnar landinu var alin upp við að hugsa ekki lengra fram en til ársins 2000 enginn þorði að hugsa lengra, það er undir ykkur komið að hugsa lengra, hvernig heimurinn verður, hvernig Ísland verður. Hvort íslenskan verður ennþá lifandi tungumál, hvort hér verður fallegt mannlíf eða ekki, umburðarlyndi eða ekki, hvort hér verður fólk sem heimurinn horfir upp til eða ekki. Það er undir ykkur komið.

Til hamingju með daginn.

Andri Snær Magnason

Til baka í yfirlit