Laugardaginn 30. október 2004 kl. 11:00 – 12:00 verður haldinn kynningarfundur um borgaralegar fermingar árið 2005. Öllum þeim sem hafa nú þegar skráð sig, eða haft samband og sýnt áhuga, verður sent fundarboð. Fundurinn verður haldinn í Kvennaskólanum, Fríkirkjuvegi 9, nýbyggingu, 1. hæð stofum 2,3 og 4.
Á fundinum verður fjallað um tilgang og tilurð borgaralegra ferminga og eru allir hvattir til að mæta sem hafa áhuga á að kynnast betur starfsemi Siðmenntar. Umsjónakennarinn verður á fundinum og kynnir námskeið vetrarins.
Valin verður fimm manna foreldranefnd, en hlutverk hennar er að koma saman nokkrum sinnum meðan á námskeiðahaldinu stendur og undirbúa athöfnina.
Mikilvægt er að sem flestir sem ætla að taka þátt í Borgaralegri fermingu 2005 mæti.
Þeir sem hafa áhuga á að mæta á fundinn en hafa ekki enn haft samband við Siðmennt, eru vinsamlegast beðnir um að hringja í síma 557-3734 eða senda tölvupóst á hope@sidmennt.is til að fá upplýsinga um hvar fundurinn verður haldinn.