Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Siðmennt leitar að verkefnastjóra athafnaþjónustu

Siðmennt leitar að verkefnastjóra athafnaþjónustu

Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, auglýsir eftir verkefnastjóra yfir athafnaþjónustu félagsins. Athafnaþjónusta Siðmenntar býður upp á athafnir á lífsins tímamótum, svo sem nafngjafarathöfn, fermingarathöfn, hjónavígslu og útför, en fyrir félagið starfa fjölmargir athafnarstjórar í verktöku. Um nýja stöðu er að ræða.

Helstu verkþættir í starfi verkefnastjórans eru:

 • Samskipti við þjónustuþega og útdeiling athafna til athafnastjóra.
 • Utanumhald um skráningu athafna og almenn umsýsla athafnaþjónustu.
 • Ráðgjöf og stuðningur við athafnastjóra félagsins.
 • Skipulagning þjálfunar, fræðslu og símenntunar athafnarstjóra.
 • Aðkoma að skipulagi og framkvæmd stærstu viðburða félagsins, s.s. fermingarathafna.
 • Markaðsmál athafnaþjónustu og e.t.v. annarra þátta í starfsemi félagsins.
 • Gæðastjórnun athafnaþjónustu.
 • Hönnun, innleiðing og uppfærsla verkferla og verklagsreglna
 • Samskipti við stofnanir, yfirvöld og alþjóðasamtök húmanista er varða athafnaþjónustu.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Menntun sem nýtist í starfi.
 • Reynsla af verkefnastjórnun, menntun/vottun kostur.
 • Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð.
 • Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund.
 • Góð almenn tölvufærni.
 • Góð enskukunnátta skilyrði. Færni í fleiri tungumálum kostur.
 • Þekking og reynsla af markaðsmálum og starfi félagasamtaka kostur.
 • Samsömun með húmanískum gildum og almennur áhugi og þekking á starfi Siðmenntar er kostur.

 

Umsóknarfrestur er til og með 20. febrúar. Allar nánari upplýsingar um starfið veitir Siggeir F. Ævarsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar í síma 612-3295 eða á siggeir@sidmennt.is - Allar umsóknir skulu berast í gegnum Alfred.is

 

Til baka í yfirlit