Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Aukaaðalfundur félagsins færður á Vesturgötu 7

Fyrirhugaður aukaaðalfundur Siðmenntar þann 24. apríl kl. 20:00, hefur verið færður á nýjan stað. Verður fundurinn haldinn að Vesturgötu 7, til að bregðast við góðum og réttmætum ábendingum um aðgengismál á Hallveigarstöðum.

Dagskrá fundarins er eins og áður sagði:

Kosning formanns
Kosning stjórnar
Kosning varamanna í stjórn

Kjörgengi og rétt til atkvæðagreiðslu á aðalfundi hafa félagar sem skráðir eru í Siðmennt hjá Þjóðskrá og/eða fólk sem er skráð beint og hefur greitt félagsgjald undangengins starfsárs. Þeir sem hafa skráð sig í félagið hjá Þjóðskrá frá og með apríl 2018 þurfa að koma með staðfestingu á aðild sinni að félaginu á fundinn. T.d. útprentaða staðfestingu frá Þjóðskrá eða skjáskot í farsíma.

Til baka í yfirlit