Fara á efnissvæði

Siðmennt í hnotskurn

Siðmennt er félag siðrænna húmanista á Íslandi. Félagið er veraldlegt lífsskoðunarfélag og hefur að viðfangsefni þau viðhorf og lífsgildi sem eru persónulega mikilvæg og náin hverjum einstaklingi í leit að tilgangi og hamingju í lífinu. Siðrænir húmanistar leggja áherslu á að rækta siðræn gildi og þekkingarleit án vísana í yfirnáttúrleg fyrirbrigði. Siðmennt lítur svo á að sannfæringarfrelsi, trúfrelsi og tjáningarfrelsi teljist til almennra lýðréttinda. Þau skuli ná til allra og þau megi hvorki afnema né skerða undir neinum kringumstæðum.

Félagið var stofnað árið 1990 í kringum borgaralega fermingu en þróaðist fljótt í að vera fullgilt húmanískt félag með aðild að alþjóðasamtökum húmanista (IHEU). Hugtakið lífsskoðunarfélag (life stance organization) nær á alþjóðavísu yfir félög af bæði trúarlegri og veraldlegri sannfæringu og gerir ekki upp á milli þeirra. Siðferðismál, þekkingarfræði og fjölskyldan eru kjarni þeirra viðfangsefna sem Siðmennt sinnir. Félagið býður nú upp á athafnarþjónustu fyrir helstu tímamót lífsins; fæðingu, fermingu, hjónaband og lífslok.

Siðmennt í tölum

4147

Félagar

skráðir í Siðmennt 1. mars 2021

2064

Athafnir

frá upphafi

642

fermingarbörn

í ár