Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Fjölskyldudagur Siðmenntar í dag, 13. júlí

Fjölskyldudagur Siðmenntar í dag, 13. júlí
Annað sumarið í röð ætlar Siðmennt að bjóða öllum félögum og öðrum velunnurum til sumargleði á Klambratúni. 
Þetta er viðburður fyrir alla fjölskylduna! Við blásum upp hoppikastala og grillum pulsur og bulsur. Lalli töframaður mætir á svæðið og ætlar að hrista nokkra galdra fram úr erminni og jafnvel nokkur blöðrudýr líka. Þá mætir leikhópurinn Flækja á staðinn og ætla þær að sýna atriði úr sýningunni "Ef ég væri tígrísdýr".
Gleðin hefst klukkan 17:00 og viðburðurinn er opinn fyrir alla. Hlökkum til að sjá ykkur öll!

Nánari upplýsingar má finna á facebooksíðu viðburðarins.
Til baka í yfirlit