Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Gjaldskrá borgaralegrar fermingar 2022

Gjaldskrá borgaralegrar fermingar 2022

Gjaldskrá fyrir borgaralega fermingu Siðmenntar komandi vor verður sem hér segir:

  • Fermingarnámskeið: 32.000*
  • Hópathöfn: 18.000
  • Heimaathöfn: 30.000
  • Seinskráningargjald: 5.000 – Skráningu lýkur 1. desember. Ef skráð er eftir þann tíma leggst 5.000 króna seinskráningargjald ofan á gjaldið vegna umsýslukostnaðar.
  • Systkinaafsláttur er 25%

Afsláttarkjör til félaga hækka um 2.000 krónur á milli ára og verða því 12.000 krónur á foreldri, eða 24.000 krónur alls ef tveir foreldrar eru skráðir félagar í Siðmennt. Hægt er að skrá sig í félagið á einfaldan og fljótlegan hátt á www.skra.is 

Skráning í borgaralega fermingu 2022 hefst sunnudaginn 1. ágúst og fer skráning fram í gegnum vefverslunina Sportabler. Er þetta í fyrsta sinn sem skráning fer fram á þessu formi og er það von okkar að þetta muni aðstoða við utanumhald, bæði á skrifstofunni sem og á heimilum fermingabarnanna. Við tökum fagnandi á móti öllum ábendingum um það sem gæti betur farið í ferlinu á ferming@sidmennt.is 

Skráningin verður í tvennu lagi í ár. Þann 1. ágúst opnar fyrir skráningu í athafnir svo að allir geti vonandi bókað sína draumadagsetningu fyrir athöfn. Síðar í haust, þegar stunda- og tómstundatöflur liggja fyrir, munum við opna fyrir skráningu á námskeiðin sem hefjast svo í janúar.

Endurgreiðsluskilmálar:

Ef hætt er við þátttöku í borgaralegri fermingu áður en kennsla hefst í janúar fæst þátttökugjald endurgreitt að 5.000 krónum undanskildum sem Siðmennt heldur eftir sem staðfestingargjald og er greiðsla fyrir umsýslu skráningarferlisins.
Ef hætt er við þátttöku áður en annarri kennsluviku lýkur fæst námskeiðisgjald endurgreitt til helminga ásamt athafnagjaldi.
Ef hætt er við þátttöku eftir að annarri kennsluviku lýkur fæst athafnagjald endurgreitt


*Til skoðunar er að bjóða uppá nýjar útfærslur á námskeiðum fyrir þau sem það kjósa. Siðmennt áskilur sér rétt til að rukka aðrar upphæðir fyrir þau námskeið í samræmi við umfang og útfærslu.

Til baka í yfirlit