Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Stjórnarskipti í Siðmennt – spennandi dagskrá framundan

Á nýliðnum aðalfundi var Jóhann Björnsson, heimspekingur og kennari, kosinn nýr formaður. Tekur Jóhann við formennsku af Hope Knútsson sem gegnt hefur embættinu undanfarin 19 ár.

Fyrsti stjórnarfundur eftir aðalfund var haldinn í gær þar sem ný stjórn skipti með sér verkum.

Stjórn Siðmenntar 2015:

Jóhann Björnsson – Formaður
Sigurður Hólm Gunnarsson – Varaformaður
Steinar Harðarson – Gjaldkeri
Steinunn Rögnvaldsdóttir – Ritari
Hope Knútsson – Stjórnarmaður

Varamenn í stjórn eru:

Auður Sturludóttir
Bjarni Jónsson
Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir
Hrafnkell Tjörvi Stefánsson
Inga Auðbjörg
Kristinn Theodórsson
Þorsteinn Örn Kolbeinsson

Fjölbreytt dagskrá framundan

Siðmennt – félag siðrænna húmanista er 25 ára á þessu ári og að því tilefni mun félagið halda áfram að bjóða upp á ýmsar uppákomur og málþing. Í október í fyrra var haldið vel sótt námskeið: „Lifað án trúarbragða“. Í nóvember sama ár stóð félagið fyrir málþingi um Íslam sem var afar vel sótt og vakti mikla umræðu. Í janúar á þessu ári stóð Siðmennt síðan fyrir málþingi um líknardauða. Húsfyllir var á því málþingi og óhætt að segja að umfjöllun um málefnið hafi verið mikil í samfélaginu í kjölfarið.

Framundan eru ýmsir áhugaverðir viðburðir sem verða kynntir betur þegar nær dregur. Má þar nefna málþing með heimspekingnum Stephen Law í byrjun september og Menningarhátíð Siðmenntar sem haldin verður í október.

Ítarlegri dagskrá verður kynnt á vefsíðu Siðmenntar og á Facebook þegar nær dregur.

Til baka í yfirlit