Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Nýr framkvæmdastjóri tekinn til starfa

Nýr framkvæmdastjóri tekinn til starfa

Siggeir Fannar Ævarsson hóf í dag, 1. nóvember 2018, störf sem framkvæmdastjóri Siðmenntar.

Siggeir er sagnfræðingur að mennt, með viðbótardiplómur í kennslufræðum og vefmiðlun. Þá er hann einnig að ljúka meistaranámi í Hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands.

Frá árinu 2014 hefur Siggeir starfað sem upplýsinga- og skjalafulltrúi hjá Grindavíkurbæ en var áður félagsgreinakennari í Menntaskólanum í Kópavogi.

Hægt er að hafa samband við Siggeir í gegnum síma félagsins (612-3295) eða með því að senda honum tölvupóst á siggeir@sidmennt.is.

Til baka í yfirlit