Fara á efnissvæði

Hvar fara athafnir og námskeið fram?

Fermingarfræðsla Siðmenntar hefst í janúar og er kennd á fjölmörgum stöðum um allt land. Athugið að það er misjafnt eftir stöðum hvenær kennslan hefst og að fermingarbörnin þurfa að ljúka námskeiði áður en athöfn getur farið fram.

Hægt er að smella á hvern stað til að fara beint á skráningarvefinn Sportabler. ATHUGIÐ að skráningu er lokið á höfuðborgarsvæðinu, fjarnámi Akranesi, Reykjanesbæ & Selfossi. 

Námskeiðin hefjast 25. mars á Akureyri, Egilstöðum og Ísafirði og hægt er að skrá sig í þau til og með 23. mars næstkomandi.

Ekki er hægt að fermast borgaralega nema ljúka námskeiði fyrst.

Kennsla fer fram á eftirfarandi stöðum árið 2023:

Afsláttur fyrir félaga í Siðmennt

Annað foreldri er meðlimur
12.000 kr
Tveir foreldrar eru meðlimir
24.000 kr

Aðild að Siðmennt er ekki skilyrði fyrir þátttöku í Borgaralegri fermingu.

Meðlimir í Siðmennt fá afslátt af námskeiðsverðinu. Einfalt er að skrá sig í Siðmennt gegnum www.skra.is og breyta þar trú-og lífskoðunarfélagi.

Eftir að barn er skráð í námskeið þarf að senda staðfestingu á að foreldri/stjúpforeldri sé skráð í félagið á ferming@sidmennt.is Við munum þá handvirkt lækka greiðsluseðilinn eða endurgreiða inn á kort eftir því hvaða greiðsluleið er valin í skráningarferlinu. Skráning fer fram í gegnum Sportabler.