Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Skráning í borgaralega fermingarfræðslu hefst 15. september!

Skráning í borgaralega fermingarfræðslu hefst 15. september!

Nú er skráning í borgaralegar fermingarathafnir fyrir árið 2023 farinn vel af stað og mörg að velta því fyrir sér hvenær skráning hefjist í fermingarfræðsluna.

Skráningin hefst þann 15. september næstkomandi og fer fram í gegnum Sportabler. Hægt verður að fylgjast með þeim valmöguleikum sem verða í boði hér á heimasíðunni okkar næstu daganna.

Öll fræðsla hefst svo eftir áramót. 

Í ár buðum við upp á fjölbreyttari fræðslumöguleika en áður hefur verið og munum við gera það aftur á næsta ári með námskeiðum með áherslu á listsköpun, útivist og fermingabúðir á Úlfljótsvatni. 

Einnig munum við í fyrsta sinn bjóða upp á fjarnámskeið á ensku. 

Hægt verður að taka fræðsluna á virkum dögum yfir 11 vikna tímabil, um helgar eða á sunnudögum allt eftir því hvað hentar fermingarbörnunum. Öll námskeið fylgja sömu námsskrá en hana má kynna sér hér. 

Líkt og fyrri ár er góður afsláttur af fræðslunni fyrir foreldra sem skráðir eru í Siðmennt en það er þó alls engin skylda að vera skráð. Afsláttur er 12.000 kr á hvort foreldri/stjúpforeldri eða hámark 24.000 kr. Skráning er fólki að kostnaðarlausu og fer fram í gegnum Þjóðskrá á www.skra.is á "Mínar síður" og þar undir trú-og lífskoðunarfélög og Siðmennt valin þar af listanum. 

Fyrirspurnum um fræðsluna eða athafnir í borgaralegri fermingu má beina á ferming@sidmennt.is 

Til baka í yfirlit