Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Nýr framkvæmdastjóri Siðmenntar

Siggeir Fannar Ævarsson hefur verið ráðinn sem nýr framkvæmdastjóri Siðmenntar. Siggeir mun hefja störf á næstu vikum.

Siggeir er sagnfræðingur að mennt, með viðbótardiplómur í kennslufræðum og vefmiðlun. Þá er hann einnig að ljúka meistaranámi í Hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands.

Frá árinu 2014 hefur Siggeir starfað sem upplýsinga- og skjalafulltrúi hjá Grindavíkurbæ en var áður félagsgreinakennari í Menntaskólanum í Kópavogi.

Aðspurður sagðist Siggeir vera fullur tilhlökkunar að takast á við þetta nýja starf og hlakki sérstaklega til að vinna með því góða fólki sem hefur mótað og leitt starf félagsins. Framundan séu spennandi tímar hjá vaxandi félagi og margar skemmtilegar áskoranir sem gaman verður að vinna úr með okkar góða félagi.

Til baka í yfirlit