Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Stundatafla vegna BF 2006

Stundatafla vegna Borgaralegrar Fermingar árið 2006 er nú komin á netið. Hana er hægt að finna á vefslóðinni:
http://www.sidmennt.is/archives/2006/07/01/stundatafla_bf_2006.php


Kennari er Jóhann Björnsson heimspekingur. hs.553-0877,
gsm. 867-4782 – netfang: johannbj@hotmail.com

Mætingaskylda er í tíma. Forföll skal boða til kennara. Fermingarbörnum og aðstandendum þeirra er velkomið að hafa samband við kennara í síma eða með tölvupósti. Kennarinn mun dreifa námsgögnum og áætlun í fyrsta tíma.

Haldin verða fjögur 12-vikna námskeið og eitt helgarnámskeið, Tímaplanið er
sem hér segir:
Þriðjudagar kl. 16:30 til 17:50 byrjar 10. janúar.
Miðvikudagar kl. 16:30 til 17:50 byrjar 11. janúar
Fimmtudagar kl. 16:30 til 17:50 byrjar 12. janúar.
Föstudagar kl. 15:30 til 16:50 byrjar 13. janúar.

Þriðjudags, miðvikudags og föstudagsnámskeið fara fram í Kvennaskólanum Fríkirkjuvegi 9, á 1.hæð í nýbyggingu skólans, stofa N6.

Fimmtudagsnámskeið verður í Uppsölum sem er bygging Kvennaskólans Þingholtsstræti 37, stofu U2 (á horni Þingholtsstrætis og Hellusunds). Jóhann verður með GSM símann með sér ef einhver finnur ekki kennslustofurnar.

Helgarnámskeið verður eins og hér segir:

Fyrri hluti: laugardaginn 4. febrúar og sunnudaginn 5. febrúar
Seinni hluti: laugardaginn 4. mars og sunnudaginn 5.mars

Helgarnámskeiðið verður haldið í Réttarholtsskóla, við Réttarholtsveg, stofu 2. Gengið er inn frá Hringtorgi við skólann. Kennslan hefst kl.10:00 alla dagana og stendur til kl. 16:00 á laugardögum og til 15:00 á
sunnudögum. Siðmennt býður þátttakendum á helgarnámskeiðinu upp á léttan hádegisverð alla dagana þeim að kostnaðarlausu. Ef veður og færð verða ómöguleg á fyrrgreindum helgum verður helgarnámskeiðið haldið næstu helgi á eftir til vara.

Til baka í yfirlit