Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Skráningum í borgaralega fermingu 2012 lokið – metþátttaka

Skráningu í BF 2012 er nú lokið en hún stóð formlega yfir til 30. nóvember 2011. Eru öll námskeið nú fullskipuð en 213 ungmenni hafa verið skráð í ár, sem er met!

Fyrstu 12-vikna vikulegu námskeiðin byrja í 2. viku janúar 2012, nánar tiltekið 9. jan.

Hefur foreldrum og forráðamönnum ungmennanna verið sendur upplýsingapakki núna í desember (póstlagður 15. des) með öllum helstu upplýsingum um námskeiðin, tímasetningum og öðru sem gagnlegt er að komi fram.  Þennan upplýsingapakka er hægt að nálgast hérna á vefnum einnig.

Sjá: BF 2012 – Upplýsingar

Til baka í yfirlit