Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Frestur til að skila inn lagabreytingartillögum er 10. janúar

Stjórn Siðmenntar vill minna félaga á að samkvæmt lögum félagsins er frestur til að skila inn lagabreytingartillögum fyrir aðalfund 10. janúar. Fyrirhugað er að halda aðalfundinn þann 15. febrúar, en formlega verður boðað til hans þegar nær dregur áðurnefndri dagsetningu.

8. grein laganna er svohljóðandi:

8 Breytingar á lögum og félagsslit
8.1 Lögum þessum verður aðeins breytt á aðalfundi. Svo breytingar teljist samþykktar þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða.

8.2 Breytingatillögur á auglýstar tillögur, sem fram koma á aðalfundi skulu vera skriflegar. Breytt lög taka gildi strax að aðalfundi loknum.

8.3 Tillögur að breytingum á lögum skulu hafa borist stjórn félagsins fyrir 10. janúar og skulu sendar út með aðalfundarboði.

Senda má tillögurnar rafrænt á sidmennt@sidmennt.is

Til baka í yfirlit