Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Jóna María ráðin til Siðmenntar

Jóna María ráðin til Siðmenntar

Jóna María Ólafsdóttir hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra borgaralegrar fermingar hjá Siðmennt. Jóna María er menntaður verkefnastjóri frá University of Sussex. Hún starfaði síðast við markaðsráðgjöf og var áður verkefnastjóri á Alþjóðasviði Háskóla Íslands. Jóna María hefur fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu og af markaðsmálum.

Eyjólfur Örn, framkvæmdastjóri Siðmenntar: "Við bjóðum Jónu Maríu velkomna til starfa hjá Siðmennt. Þekking hennar og reynsla mun nýtast vel í starfsemi Siðmenntar og fjölbreyttum verkefnum okkar. Við erum fullviss um að Jóna María sé öflug viðbót við okkar teymi og við hlökkum til samstarfsins."

Jóna María: „Siðmennt er félag í miklum vexti og borgaralegar fermingar eitt af stærstu og mikilvægustu verkefnum félagsins. Ég ætla leggja hönd á plóg í því að byggja enn fremur á því faglega og flotta starfi sem hefur verið haldið uppi. Ég mun nýta þekkingu mína og ferskar hugmyndir til þess að halda áfram að efla borgaralegar fermingar og hlakka til að byrja af krafti.“

Til baka í yfirlit