Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Siðmennt auglýsir eftir framkvæmdastjóra

Siðmennt auglýsir eftir framkvæmdastjóra

Siðmennt leitar að áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingi í starf framkvæmdastjóra. Við leitum að kraftmiklum einstaklingi sem er tilbúinn til að starfa fyrir vaxandi félag.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Ábyrgð á rekstri og starfsemi Siðmenntar
 • Mannauðsstjórnun, ráðningar og útdeiling verkefna
 • Áætlanagerð og fjárhagsleg yfirsýn
 • Eftirfylgni með ákvörðunum stjórnar
 • Frumkvæði í þróunarstarfi á þjónustuþáttum, starfsemi og hugmyndafræði Siðmenntar
 • Leikni í alþjóðasamskiptum og samstarfi við hagsmunaaðila
 • Utanumhald um skráningar í félagið og þjónusta við félagsfólk
 • Samskipti við yfirvöld, félagsfólk og fjölmiðla
 • Önnur verkefni í þágu félagsins

 

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi
 • Reynsla af stjórnun, rekstri og mannauðsmálum
 • Reynsla af starfi félagasamtaka æskileg
 • Reynsla af viðburða- og verkefnastjórnun æskileg
 • Reynsla og þekking af markaðsmálum æskileg
 • Góð ritfærni; reynsla af ritun veftexta, greina og umsagna 
 • Þekking á upplýsingatækni og vefumsjón er kostur
 • Góð íslensku- og enskukunnátta
 • Framúrskarandi hæfni í samskiptum
 • Frumkvæði í starfi og sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
 • Samsömun með húmanískum gildum og almennur áhugi og þekking á starfi Siðmenntar er kostur

 

Við bjóðum upp á:

 • Samgöngustyrk
 • Heilsustyrk
 • Stytta vinnuviku

 

Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsóknarfrestur til og með 17. apríl n.k. og sótt er um á ráðningarvef Alfreðs

Nánari upplýsingar veitir Inga Auðbjörg K. Straumland, formaður Siðmenntar; inga@sidmennt.is | 8966120.

Siðmennt er veraldlegt lífsskoðunarfélag sem berst fyrir trúfrelsi og mannréttindum, stendur fyrir umræðu um samfélagið og siðferðileg álitamál og skapar vettvang fyrir húmanista til að koma saman. Félagið stendur fyrir hátíðlegum athöfnum á stórum stundum í lífi fólks eins og nafngjöfum, fermingum, giftingum og útförum.

 

Til baka í yfirlit