Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Menningarhátíð Siðmenntar 21. september 2012

Í ár verður Menningarhátíð Siðmenntar haldin í annað sinn í Salnum í Kópavogi þann 21. september. Fagnað verður því að alþjóðasamtök húmanista eru 60 ára og hátíðin markar upphaf kynningarátaks félagins í haust.

Stjórn Siðmenntar hefur ákveðið að bjóða skráðum félögum Siðmenntar frítt á viðburðinn og mega þeir taka með sér tvo gesti sem einnig fá frítt inn (þurfa ekki að vera félagar). Almennur aðgangseyrir aðeins kr. 1200.

Panta þarf frímiðana

Það er takmarkaður fjöldi sem kemst í Salinn (tæp 300 sæti) og því þarftu að láta vita af komu þinni með því að senda netpóst á sidmennt@sidmennt.is og tilgreina fullt nafn og fjölda miða (1-3).  Bíðið svo staðfestingar til að tryggt sé að sætin hafi verið tekin frá í þínu nafni.  (Aukasæti kosta kr. 1200 og eru þau seld á www.salurinn.is).

Mikilvægt er að panta miða sem fyrst og til að skipulagning gangi vel fyrir sig helst fyrir kl. 18 á fimmtudaginn. 

Staðsetning: Salurinn í Kópavogi

Tími: 21. september klukkan 20:00

Hátíðin þótti heppnast afar vel í fyrra og nú verður ekki síðra listafólk sem heiðrar samkomuna að þessu sinni. Í ár mun einnig fleira gott fólk taka þátt með því að flytja nokkrar örræður.

Meðal listamanna í ár eru Jónas Sig, Díana Lind Monzon, 1860, Kristjana Stefánsdóttir, Ari Eldjárn, Mamiko Dís Ragnarsdóttir, Svavar Knútur og Felix Bergsson.

Sýnd verður stuttmynd með viðtölum við félagsmenn, lesið úr nýrri þýddri bók um húmanisma og Skype-viðtal við Sonju Eggerickx formann alþjóðasamtakanna sýnt.

Sjá nánar:

Til baka í yfirlit