Fara á efnissvæði

Þemanámskeið: útivist

Siðmennt undir jökli er námskeið sem er kennt á fótum. Hópurinn hittist þrisvar á laugardögum á höfuðborgarsvæðinu. Farið verður í tvær styttri göngur og eina jöklaferð. 

 

Umsjónarkennarar: Margrét Gauja Magnúsdóttir, jöklaleiðsögumaður, rútubílsstjóri og kennari, og Karl Ólafur Hallbjörnsson, heimspekingur

Staðsetning

Útjaður höfuðborgarsvæðisins og á Sólheimajökli.

Fyrsti tími fer fram við Vífilstaðavatn.

Í styttri göngurnar er ætlast til að börnin mæti sjálf á mætingarstað en fyrir jöklaferðina er hittist hópurinn á skrifstofu Siðmenntar og tekur rútu.

Námskeiðstilhögun

FULLT er í útivistarnámskeiðið 2023!

Þjár dagsferðir á laugardegi og einn upphafstími þar sem námskeiðið er kynnt og börnin kynnast leiðbeinendum og hvoru öðru. 

14. janúar - kynningartími

4. febrúar, 18 febrúar & 4. mars eru göngur.

2 leiðbeinendur með hópinn

Minni hópar en á öðrum námskeiðum, hámark 14 í hóp

Verð

45.000 kr

Félagar í Siðmennt fá sérstök afsláttarkjör eða 12.000 krónur á hvort foreldri/stjúpforeldri, hámark 24.000 kr. 

Hægt er að skrá sig án endurgjalds í félagið með því að uppfæra trú-og lífskoðunarfélag sitt á www.skra.is (Þjóðskrá).

Til að nýta afsláttin þarf að skrá barnið í námskeiðið og senda póst á ferming@sidmennt.is og afsláttnum er bætt inn eftir á handvirkt þegar skráningin er staðfest. 

Upplýsingar má finna hér.

Skráning

Því miður er orðið fullt í útivistarnámskeiðið 2023!

21. janúar - Kynningartími

Kl. 13:00-15:00

Tveggja klukkustunda ganga í Heiðmörk. Á meðan á göngu stendur er fjallað um frumspekileg málefni, gagnrýna hugsun og húmanisma. 

4. febrúar - Heiðmörk

Kl. 13:00-16:00

Tveggja klukkustunda ganga í Heiðmörk. Á meðan á göngu stendur er fjallað um frumspekileg málefni, gagnrýna hugsun og húmanisma. 

18.febrúar - Úlfarsfell

Kl. 13:00-16:00

Tveggja klukkustunda ganga í kringum Úlfarsfell. Rædd verða atriði sem koma að sjálfsmynd, samskiptum, eigin gildum og fleira sem viðkemur sjálfinu. 

4. mars - Sólheimajökull

Dagsferð. Mæting kl. 09.

Dagsferð á Sólheimajökul. Við tökum okkur góðan tíma í að ræða saman um samfélagsmálefni í rútunni: frelsi, réttlæti, mannréttindi, jafnrétti, samfélagsmiðla og fleira í þeim dúr. Þegar komið er að Sólheimajökli klífum við jökul með Margréti, sem er þaulvanur jöklaleiðsögumaður, og sjáum með eigin augum áhrif loftslagsbreytinga á jökulinn. Þá munum við ræða verður rætt samband mannsins við jörðina sína, loftlagsmál, dýrasiðfræði og fleira. Í rútunni til baka verður boðið upp á heitt kakó.

Gott að hafa í huga
 • Hver tími er háður því að veður sé ásættanlegt.

 • Mikilvægt er að börnin séu klædd eftir veðri og með nesti sem dugir fyrir daginn.

 • Ef foreldrar hafa áhuga á því að mæta í jöklaferðina er opið fyrir það. Hafið samband tímanlega ef svo er.
 • 21. janúar - Kynningartími

  Kl. 13:00-15:00

  Tveggja klukkustunda ganga í Heiðmörk. Á meðan á göngu stendur er fjallað um frumspekileg málefni, gagnrýna hugsun og húmanisma. 

 • 4. febrúar - Heiðmörk

  Kl. 13:00-16:00

  Tveggja klukkustunda ganga í Heiðmörk. Á meðan á göngu stendur er fjallað um frumspekileg málefni, gagnrýna hugsun og húmanisma. 

 • 18.febrúar - Úlfarsfell

  Kl. 13:00-16:00

  Tveggja klukkustunda ganga í kringum Úlfarsfell. Rædd verða atriði sem koma að sjálfsmynd, samskiptum, eigin gildum og fleira sem viðkemur sjálfinu. 

 • 4. mars - Sólheimajökull

  Dagsferð. Mæting kl. 09.

  Dagsferð á Sólheimajökul. Við tökum okkur góðan tíma í að ræða saman um samfélagsmálefni í rútunni: frelsi, réttlæti, mannréttindi, jafnrétti, samfélagsmiðla og fleira í þeim dúr. Þegar komið er að Sólheimajökli klífum við jökul með Margréti, sem er þaulvanur jöklaleiðsögumaður, og sjáum með eigin augum áhrif loftslagsbreytinga á jökulinn. Þá munum við ræða verður rætt samband mannsins við jörðina sína, loftlagsmál, dýrasiðfræði og fleira. Í rútunni til baka verður boðið upp á heitt kakó.

 • Gott að hafa í huga
  • Hver tími er háður því að veður sé ásættanlegt.

  • Mikilvægt er að börnin séu klædd eftir veðri og með nesti sem dugir fyrir daginn.

  • Ef foreldrar hafa áhuga á því að mæta í jöklaferðina er opið fyrir það. Hafið samband tímanlega ef svo er.