Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Borgaraleg ferming Siðmenntar 2011

Í dag 10. apríl fóru fram í Háskólabíói tvær borgaralegar fermingarathafnir á vegum Siðmenntar. Ungmennin sem voru útskrifuð úr fermingarundirbúningi Siðmenntar og fengu afhent skírteini því til staðfestingar voru 176 og hafa aldrei verið fleiri. Páll Óskar Hjálmtýsson hélt einlæga og hlýlega ræðu og börnin fluttu sjálf ýmis skemmtiatriði; léku á flygil, sungu, dönsuðu, fluttu ræður og ljóð, auk þess sem heilu hljómsveitirnar á vegum fermingarbarna stigu á svið.

Okkur í Siðmennt þótti takast sérlega vel til í ár og þökkum það vitaskuld fyrst og fremst öllu hugrakka og hæfileikaríka unga fólkinu sem kaus að nýta sér veraldlega athöfn á vegum siðrænna húmanista. Með því að velja borgaralega fermingu treysta þau í sessi þennan valkost sem við teljum afar brýnt að sé í boði. Þess skal getið að minni athöfn fór fram 19. mars síðastliðinn í Hofi á Akureyri þar sem 10 börn fermdust borgaralega og 6 til viðbótar munu fermast í Hallormstaðaskógi í júni.

Siðmennt óskar börnunum í borgaralega fermingarárganginum 2011 innilega til hamingju með daginn og vonar að fermingarundirbúningurinn og orðin í fermingarskírteininu verði þeim hvatning til að vera víðsýnt, heiðarlegt og hugulsamt fólk.

Við þökkum fyrir samveruna í dag.

Myndir frá seinni athöfninni fylgja hér á eftir.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Til baka í yfirlit