Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Hope Knútsson heiðruð!

Hope Knútsson, stofnandi Siðmenntar og formaður félagsins til margra ára, fékk viðurkenningu Alþjóðahússins 2005 fyrir lofsverða frammistöðu í málefnum innflytjenda og fjölmenningarlegs samfélags á Íslandi. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti viðurkenninguna í Alþjóðahúsinu 30. desember síðastliðinn.


Á vefsíðu Alþjóðahússins kemur eftirfarandi fram:

“Hope Knútsson flutti til Íslands frá Bandaríkjunum árið 1974. Hún hefur allar götur síðan verið frumkvöðull á mörgum sviðum félagsstarfs og komið mörgu til leiðar. Meðal þeirra félagasamtaka sem hafa notið frumkvæðis hennar og félagsstarfa eru Iðjuþjálfafélag Íslands, Geðhjálp, BHM, Siðmennt, SONI (Society of New Icelanders) og Fjölmenningarráð. Þá hefur Hope komið fram opinberlega við ótalmörg tækifæri til að fjalla um málefni innflytjenda á Íslandi, gagnkvæma aðlögun, fjölmenningarsamfélag og aðra þætti sem skipta innflytjendur máli.”

Meðstjórnendur Hope í Siðmennt óska henni innilega til hamingju með verðskuldaða viðurkenningu!

Sjá nánar fréttatilkynningu á vef Alþjóðahússins.

Til baka í yfirlit