Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Borgaraleg ferming Siðmenntar 2012

Í dag nutum við í Siðmennt þeirrar ánægju að fá að fagna ævi rúmlega 120 ungmenna með borgaralegri fermingu sem fór fram í tvennu lagi í Háskólabíó.

Unga fólkið sem formlega var tekið í fullorðinna tölu flutti ljóð, söng, dansaði og lék á hljóðfæri fyrir stolta aðstandendur og Sigríður Víðis Jónsdóttir, rithöfundur og upplýsingafulltrúi UNICEF á Íslandi, fór með hugvekju. Veðrið lék við okkur í dag sem setti tóninn fyrir vel heppnaða og skemmtilega stund þar sem hæfileikar unga fólksins fengu að njóta sín fyrir framan fullan sal áhorfenda.

Framundan eru fleiri athafnir víða um land, um það má lésa hér: BF 2012 – Upplýsingar

Siðmennt óskar börnunum í borgaralega fermingarárganginum 2012 innilega til hamingju með daginn og vonar að fermingarundirbúningurinn og orðin í fermingarskírteininu verði þeim hvatning til að vera heilsteypt, víðsýnt og hugulsamt fólk.

Við þökkum hjartanlega fyrir samveruna.

Myndir frá athöfnunum í dag fylgja hér á eftir.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Til baka í yfirlit