Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Borgaraleg ferming 2010

 

Sunnudaginn 18. apríl fór 22. borgaralega fermingin á vegum Siðmenntar fram í Háskólabíó. Fermingarbörnin hafa aldrei verið fleiri og eru í heild 166 að þessu sinni, þar af 12 í nýjum Akureyrarhópi og 4 verða fermd Fljótdalshéraði þann 19. júní.

Þeim áfanga að stiga inn í heim fullorðinna fagnar ungt fólk með fjölskyldum sínum víða um heim með athöfn og veislu. Á Íslandi eins og víða í hinum vestræna heimi hefur þessi þáttur kristnast svo mjög að hann snýst orðið mikið til um dálítið aðra hluti en að fagna tímamótum í aldri og viðhorfi til eigin stöðu í samfélaginu. Siðmennt hefur lagt kapp við að að færa samfélaginu aftur þann möguleika að halda hátíðlega athöfn í þessum tilgangi á veraldlegum og manneskjulegum nótum án þess að trúarbrögð komi við sögu. Sífellt fleiri velja þá leið og fyrir nokkru orðið ljóst að sú þjónusta á erindi við íslendinga.

Athöfnin í Reykjavík í ár var tvískipt vegna fjölda þátttakenda og fór önnur fram klukkan 11:00 en hin klukkan 13:30. Rúmlega sjötíu ungmenni í hvorum hópi fyrir sig sátu á fremstu bekkjum og aðstandendur fylltu salinn fyrir aftan þau. Salurinn var fallega skreyttur blómum, íslenski fáninn áberandi sitthvoru megin sviðsins og uprúlluð viðurkenningarskjölin í röðum á borði við ræðupúlt.

Athafnirnar voru settar með trompetleik og tóku þá athafnarstjórar Steinar Harðarson í þeirri fyrri og Sigrún Valbergsdóttir í þeirri seinni til tals og kynntu til sögunnar ræðumenn, ljóðalestur og tónlistaratriði fermingarbarnanna sem voru mörg í ár og hvert öðru glæsilegra. Gengu síðan fermingarbörnin á svið og tóku við viðurkenningarskjali sem Jóhann Björnsson heimspekingur og kennari barnanna í fermingafræðslunni afhenti þeim. Að lokum uppklappi og myndatöku batt trompetleikari endi á athöfnina með hátíðlegum blæstri sínum.

Almenn ánægja virðist vera með ferminguna í heild sinni en hún fól líka í sér 12 tíma fermingarfræðslu þar sem m.a. voru rædd siðferðileg gildi og gagnrýnin hugsun. Siðmennt hefur fengið fjölda orðsendinga frá foreldrum og aðstandendum sem hafa lýst yfir ánægju með val barna sinna á borgaralegri fermingu og hátíðlegri stundinni sem þau upplifðu í stóra salnum í Háskólabíó.

Siðmennt þakkar börnunum þátttökuna, foreldrunum góðu kveðjurnar og óskar þeim öllum til hamingju með áfanginn og góðrar lukku í lífinu.

Við hefjumst strax handa við að undirbúa námskeið og athafnir næsta árs því nú þegar eru byrjaðar að berast skráningar í borgaralega fermingu 2011 og því ekki langs að bíða að enn einn árgangur af fallegum ungmennum heiðri okkur með nærveru sinni og því trausti sem Siðmennt er sýnt með því að velja leið siðrænna húmanista í þessi efnum.

Dagskrá athafnanna og nöfn flytjenda og verka fyrir neðan

Dagskrá – Háskólabíó fyrri athöfn


Fermingarbörn ganga í salinn undir trompetleik
Gestir rísa úr sætum

Athöfn sett
Steinar Harðarson, athafnarstjóri

Píanó
Arnaldur Gylfi Þórðarson, fermingarbarn,
flytur Doctor Gradus ad Parnassum eftir Claude Debussy

Ávarp
Dagur Fróði Kristjánsson, fermingarbarn, flytur ávarp

Ljóð
Ástrós Sif Eyvindsdóttir, fermingarbarn, flytur frumsamið ljóð, Minningar

Ávarp
Gísli Rafn Ólafsson, stjórnandi íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar, flytur ávarp

Píanó
Sólveig Einarsdóttir, fermingarbarn, flytur New Moon (The Meadow)
eftir Alexandre Desplat, úr kvikmyndinni New Moon

Ávarp
Inga Rán Ármann, fermingarbarn, flytur ávarp

Ljóð
Þorgerður Atladóttir, fermingarbarn, flytur Ég þakka úr bókinni
Útópía – Fyrirmyndarlandið eftir Wislawa Szymborska í þýðingu Þóru Jónsdóttur

Dans
Magdalena Anna Torfadóttir, fermingarbarn, flytur frumsaminn dans
við lagið Bittersweet Symphony eftir The Verve

Ávarp
Eva Þórdís Ebenezersdóttir, þjóðfræðinemi, flytur ávar

Píanó
Una Hallgrímsdóttir, fermingarbarn, flytur
Eternal Sunshine of the Spotless Mind eftir Jon Brion

Ávarp
Árni Reynir Guðmundsson, fermingarbarn, flytur ávarp

Söngur og píanó
Lára Sól Hansdóttir, fermingarbarn, flytur Hallelujah eftir Leonard Cohen
við undirleik Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur

Afhending skírteina
Jóhann Björnsson, kennari fermingarbarna, afhendir fermingarbörnum skírteini

Athöfn slitið
Steinar Harðarson, athafnarstjóri

Fermingarbörn ganga úr salnum undir trompetleik

Dagskrá – Háskólabíó seinni athöfn


Fermingarbörn ganga í salinn undir trompetleik
Gestir rísa úr sætum

Athöfn sett
Sigrún Valbergsdóttir, athafnarstjóri

Þverflauta og píanó
Ásthildur Margrét Jóhannsdóttir og Kristbörg Sóley Þráinsdóttir, fermingarbörn,
flytja dúett, Intermezzo úr Dimmalimm eftir Atla Heimi Sveinsson

Gítar
Aðalsteinn Sigmarsson, fermingarbarn, flytur Dueling Banjos
eftir Arthur Smith úr kvikmyndinni Deliverance

Ávarp
Gísli Rafn Ólafsson, stjórnandi íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar, átti að flytja ávarp
Þorvarður Tjörvi Ólafssyni bróðir Gísla flutti það í hans stað vegna fjarveru Gísla sem var tepptur í útlöndum vegna eldsumbrotanna í Eyjafjallajökli

Söngur
Karen Helenudóttir, fermingarbarn, flytur Vögguvísu
eftir Birgittu Haukdal við lag Michael Jackson, undirspil af geisladisk

Píanó
Laufey Lilja Hafsteinsdóttir, fermingarbarn, flytur Hedwig’s Theme
eftir John Williams úr Harry Potter myndunum

Ávarp
Eva Þórdís Ebenezersdóttir, þjóðfræðinemi, flytur ávarp

Gítar
Liv Smáradóttir Frodell, fermingarbarn, flytur
Yesterday eftir Paul McCartney

Afhending skírteina
Jóhann Björnsson, kennari fermingarbarna, afhendir fermingarbörnum skírteini

Athöfn slitið
Sigrún Valbergsdóttir, athafnarstjóri

Fermingarbörn ganga úr salnum undir trompetleik

Dagskrá – Akureyrarathöfn


Fermingarbörn ganga í salinn undir trompetleik
Gestir rísa úr sætum

Athöfn sett
Steinar Harðarson, athafnarstjóri

Píanó
Eir Andradóttir, fermingarbarn, leikur
„Sofðu, sofðu góði“ eftir Sigvalda Kaldalóns
Ávarp
Snæþór Aðalsteinsson, fermingarbarn

Söngur
Haraldur Örn Haraldsson, fermingarbarn, syngur
“Á morgun” úr Bugsy Malone

Ávarp
Þórgnýr Dýrfjörð,heimspekingur og faðir fermingarbarns

Þjóðsaga
Kristófer Már Gunnarsson, fermingarbarn, les
þjóðsögu eftir Jón Árnason

Fiðla
Steinunn Atladóttir, fermingarbarn, leikur
“Meditation from Thais” eftir J. Massenet

Afhending skírteina
Steinar Harðarson, athafnarstjóri
Jón Einar Haraldsson Lambi, kennari fermingarbarna

Athöfn slitið
Steinar Harðarson, athafnarstjóri

Til baka í yfirlit