Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Húmanistar ofsóttir í sjö löndum

Í árlegri skýrslu IHEU, Alþjóðasamtaka siðrænna húmanista sem Siðmennt er aðili að, kemur fram að í sjö löndum eru stundaðar kerfisbundnar ofsóknir á hendur húmanistum.

Í 85 löndum eru eitt eða fleiri atriði af alvarlegri mismunun á gagnvart trúleysingjum. Það á t.d. við um lög um guðlast þar sem viðurlög er fangelsisvist, kennsla í bókstafstrú í opinberum skólum og ákvæði um dómstóla byggða á trúarkenningum sem meðhöndla réttindi fólks.

Í skýrslunni kemur fram að í 12 ríkjum er dauðarefsing við að afneita eða skipta um trú.

Sífellt fleiri einstaklingar í Saudi-Arabíu, Pakistan eða Afganistan tala opinskátt um að þeir séu húmanistar þrátt fyrir stöðuga ógn sem þeim stafar af morðhótunum.

IHEU hvetja alla til að fordæma ofsóknir á hendur húmanistum og öðrum trúleysingjum og leggja baráttunni lið bæði með því að mótmæla þeim en einnig með framlögum í sérstakt átak IHEU.

https://www.gofundme.com/protect-humanists-at-risk

Til baka í yfirlit