Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Ungmennaskipti til Þýskalands - Vilt þú koma með?

Ungmennaskipti til Þýskalands - Vilt þú koma með?

Í vetur hafði skrifstofa JuHu, Young Humanists Berlin, samband við skrifstofu Siðmenntar og lýsti yfir áhuga sínum á að fá íslensk ungmenni í heimsókn til sín. Um er að ræða ungmennaskipti sem er verkefni styrkt af Erasmus+. Skrifstofa Siðmenntar ákvað að stökka á tækifærið enda spennandi verkefni og mikilvægt að skapa góð tækifæri fyrir ungt fólk sem vill láta til sín taka í samfélaginu okkar. Við fengum styrkinn samþykktan og nú er undirbúningur kominn á fullt fyrir þetta spennandi verkefni. 🙂

Sexual self-determination - feminism without borders

Verkefnið snýr að sjálfsákvörðunarrétti ungs fólks og er yfirskriftin á verkefninu Sexual self-determination - feminism without borders. Markmið verkefnisins er að ungmenni hittist, deili reynslu sinn og upplifun, vinni saman og fái tækifæri á að kynnast öðrum menningarheimum. Farið er vikuna 28. okt - 4. nóv og er hópurinn á aldrinum 16-20 ára. 

Vilt þú taka þátt í verkefninu?

Þetta er spennandi ævintýri sem við erum mjög spennt að sjá verða að veruleika. Við höfum opnað fyrir skráningu fyrir þau sem eru áhugasöm að fara. Skráning er hér og verður haft samband við öll þau sem sækja um. 

*Myndirnar eru frá kröfugöngu JuHu um jafnrétti sem haldin var 2019.

Til baka í yfirlit