Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Þingsetningarathöfn Siðmenntar 13. september

Þingsetningarathöfn Siðmenntar 13. september

Hin árlega þingsetningarathöfn Siðmenntar fer fram í Tjarnarbíói á þingsetningardegi, 13. september klukkan 11:30-12:30.

Siðmennt býður þingfólki til hugvekju vegna setningar Alþingis og hefst athöfnin með ávarpi formanns Siðmenntar, Ingu Auðbjargar Straumland en að því loknu munu mæðginin Hildur Vala Einarsdóttir og Jökull Jónsson flytja tvö lög auk þess sem menntskælingurinn Jökull ávarpar samkomuna.

Athöfnin skarast ekki á við guðþjónustu og því mögulegt fyrir þingfólk að mæta á báða staði.

Þingfólk hefur fengið boð á athöfnina en einnig verður henni streymt á Facebooksíðu Siðmenntar og www.visir.is

Hlekkur á streymið: https://www.facebook.com/events/3481171328836174

Til baka í yfirlit