Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Lok skráningar í Borgaralega fermingu 15. desember

Tilkynning frá Siðmennt um breytingu á lokadegi seinskráningar í borgaralega fermingu.

Ljóst er að annað árið í röð er met þátttaka í borgaralegri fermingu.  Allir námskeiðshópar eru því fullir og þurfti að bæta við nýjum hópi til að mæta þessum auknu vinsældum.  Ungmennin eru nálægt tvö hundruð.  Auk Reykjavíkur verða haldin námskeið á Akureyri og Selfossi.

Leyfa átti seinskráningar til 20. desember, en sökum þessarar stöðu verður að hætta viðtöku skráninga eftir morgundaginn, 15. desember 2010.   Í dag og á morgun eru því síðustu forvöð til að tilkynna þátttöku.

Siðmennt þakkar góðar viðtökur og óskar þátttakendum ánægjulegra stunda í fermingarnámskeiði félagsins 2011.

Til baka í yfirlit