Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Fermingar og nýjustu fréttir af Covid-19

Fermingar og nýjustu fréttir af Covid-19

Í ljósi nýjustu frétta af blaðamannafundinum 30. júlí stefnir Siðmennt að því að fermingar sumarsins og haustsins séu enn á dagskrá. Samkvæmt þessari frétt munu 100 manna takmörkun og tveggja metra reglan gilda næstu tvær vikurnar, og við vonum að að þeim loknum verði liðkað um á ný. Ef eitthvað breytist sendum við póst á foreldra og forráðamenn, hvort sem um verður að ræða takmarkanir á gestafjölda hvers fermingarbarns eða ef svo vill til að við þurfum að fresta – aftur. Við vonum þó að til þess þurfi ekki að koma.

Eins og staðan er núna eru allar þessar fermingarathafnir á dagskrá:

Húsavík, Safnahúsið – 22. ágúst kl. 13:00

Selfoss, Fjölbrautarskóli Suðurlands – 22. ágúst kl. 14:00

Reykjanesbær, Fjölbrautarskóli Suðurnesja – 22. ágúst, kl. 14:00

Akranes,  Tónlistarskólinn á Akranesi – 22. ágúst, kl. 14:00

Reykjavík, Silfurberg í Hörpu
– 29. ágúst kl. 10:00 – 12:00 – 14:00
– 30. ágúst l kl. 10:00 – 12:00 – 14:00 

Egilsstaðir – 5. sept kl. 13:00 – staðsetning kemur bráðlega

Akureyri, Háskólinn á Akureyri – 19. sept kl. 14:00

Kópavogur, Salurinn – 25. október kl. 12:00 og 14:00 

Við minnum á að einnig er hægt að fá heimafermingu sem er lítil athöfn í veislunni sjálfri sem er sniðin að fermingarbarninu og getur sú athöfn verið hvar og hvenær sem er.

Ef einhverjar spurningar vakna ekki hika við að senda okkur póst á ferming@sidmennt.is

Til baka í yfirlit