Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Húmanískt viðbragðsteymi Siðmenntar stofnað

Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræðingur

Húmanískt viðbragðsteymi sinnir áfallahjálp og tilfinningalegum stuðningi á veraldlegum grunni. Þjónustan er fólgin í samtali við fólk sem lendir í áföllum vegna ytri atvika eða innri persónulegra mála.

Þjónustan hentar öllum sem vilja veraldlega þjónustu og verður gjaldfrjáls félögum í Siðmennt. Fólk utan félagsins getur óskað hennar gegn hóflegu gjaldi.

Þjónustunni er ekki ætlað að vera meðferðarúrræði heldur fyrsta samtal um áfall þeirra sem til hennar leita. Eftir atvikum getur viðbragðsaðili teymisins vísað á fagaðila utan Siðmenntar til áframhaldandi úrvinnslu eða meðferðar. Þjónustunni er heldur ekki ætlað að vera bráðaþjónusta vegna alvarlegra veikinda eða geðrænna áfalla sem eiga heima á bráðamóttöku eða geðbráðamóttöku sjúkrahúsa.

Hægt er að fræðast um Húmanískt viðbragðsteymi Siðmenntar á vefsíðu teymisins:

Til baka í yfirlit