Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Stjórn Siðmenntar 2018-2019

Breytingar urðu á stjórn Siðmenntar í sumar þegar Jóhann Björnsson, þáverandi formaður, óskaði eftir að láta af störfum sem formaður en hann mun áfram starfa fyrir félagið að áframhaldandi þróun fræðslu borgaralegra ferminga, sem athafnarstjóri og við önnur tilfallandi verkefni fyrir Siðmennt.

Sigurður Hólm Gunnarsson, sem áður var varaformaður, tók því við embætti formanns að sinni. Þessar breytingar á formennsku höfðu svo í för með sér frekari breytingar og nýja uppröðun í stjórn, og er stjórn Siðmenntar nú skipuð sem hér segir:

Sigurður Hólm Gunnarsson – Formaður
Auður Sturludóttir – Varaformaður
Hope Knútsson – meðstjórnandi
Margrét Pétursdóttir – Ritari
Kristinn Theodórsson – Gjaldkeri

Varamenn í stjórn eru svo

Hrafnkell Stefánsson
Þorsteinn Örn Kolbeinsson
Þorgerður Anna Björnsdóttir
Steinar Harðarson

Á myndinni eru frá vinstri: Siggeir F. Ævarsson, framkvæmdastjóri, Hope Knútsson, Auður Sturludóttir, Sigurður Hólm Gunnarsson, Kristinn Theódórsson, Steinar Harðarson og Margrét Pétursdóttir.

Myndin var tekin á afar góðum og gagnlegum fundi athafnastjóra í byrjun nóvember.

Stjórn Siðmenntar fundar að jafnaði einu sinni í mánuði en skrifstofa félagsins að Túngötu 14 er opin virka daga milli 09:00-15:00

Til baka í yfirlit