Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Guðrún Þóra tekur við starfi framkvæmdastjóra

Guðrún Þóra tekur við starfi framkvæmdastjóra

Guðrún Þóra Arnardóttir, sem gegnt hefur starfi verkefnastjóra athafnaþjónustu síðastliðið ár, hefur verið ráðin sem starfandi framkvæmdastjóri Siðmenntar. 

Guðrún Þóra er menntaður lögfræðingur frá HÍ. Hún hefur áður starfað sem vef- og markaðsstjóri Sorgarmiðstöðvar og var stjórnarmeðlimur og varaformaður Barnaspítalasjóðs Hringsins. Guðrún Þóra hefur fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu og félagsstörfum við markaðsmál og framþróun félaga.

***

Eyjólfur Örn Snjólfsson sagði upp störfum sem framkvæmdastjóri Siðmenntar í maí 2024. Í kjölfarið var Guðrún Þóra Arnardóttir verkefnastjóri á skrifstofu Siðmenntar ráðin starfandi framkvæmdastjóri.

Til baka í yfirlit