Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Stöndum saman gegn hatri #hinseginleikinn

Stöndum saman gegn hatri #hinseginleikinn

Hatrið hefur fengið alltof mikið pláss á samfélagsmiðlum síðustu daga. Fólk hefur jafnvel haldið því fram að hinsegin fólk séu geðveikir og kynferðislega brenglaðir barnaníðingar sem stunda innrætingu í börn.

Upplýsingaóreiða hefur einkennt umræðuna, þar sem rangfærslum er dreift og hræðsluáróður er matreiddur ofan í almenning af hálfu fólks sem hefur markvisst grafið undan hinsegin samfélaginu og @samtokin78 síðustu mánuði.

Það hryggir okkur, og hinsegin fólk um allt land, að sitja undir hatri sem þessu. Það gerir okkur jafnvel hrædd við að flagga hinseginleika okkar, því við viljum ekki verða hatrinu að bráð. Það er afskaplega sorgleg þróun sem okkur langar að sporna gegn.

Við hvetjum ykkur því, hvort sem þið eruð hinsegin eða stuðningsfólk, að flagga ykkar hinseginleika á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #hinseginleikinn 🏳️‍🌈

Sýnum þeim sem reyna að hræða okkur í felur að við erum hér og við erum stolt. Því ástin sigrar alltaf á endanum ❤️

Til baka í yfirlit