Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Þingsetningarhugvekja Siðmenntar fór fram í Iðnó þriðjudaginn 12. september

Þingsetningarhugvekja Siðmenntar fór fram í Iðnó þriðjudaginn 12. september
Siðmennt bauð forseta Íslands, ráðherrum og þingmönnum til húmanískrar hugvekju í hádeginu þriðjudaginn 12. september vegna setningar Alþingis. Hugvekjan fór fram í sal Iðnó þar sem jafnframt var boðið upp á ljúffenga vegansúpu.

Inga Straumland formaður Siðmenntar hélt stutt ávarp og stýrði fundinum, Brynhildur Björnsdóttir athafnastjóri hjá Siðmennt flutti hugvekju og lag, og Atli Þór Fanndal frá Íslandsdeild Transparency International sagði nokkur vel valin orð um heilindi löggjafarvaldsins. Þær Anna Bergljót Böðvarsdóttir og Gunnur Arndís Halldórsdóttir héldu uppi notarlegri stemningu með léttum tónlistarflutningi. Sjá myndir frá viðburðinum á fésbók félagsins og á instagramsíðu félagsins.

Siðmennt vill þakka þeim sem þáðu boð félagsins kærlega fyrir komuna. Það var virkilega gaman að taka á móti þessum fína hópi heiðursgesta.
Til baka í yfirlit