Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Ásatrúarfélagið gagnrýnir trúarkennslu í skólum

Ásatrúarfélagið ætlar að beita sér fyrir “auknu jafnrétti í trúarbragðafræðslu innan grunnskólans á næsta skólaári” að því fram kemur í fréttum Bylgjunnar í dag. Ásatrúarmenn segja að komið hafi í ljós að “mikið ójafnvægi sé á aðkomu einstakra trúarfélaga í skólum og þar með sé réttur ungmenna þessa lands til að kynnast mismunandi lífsskoðunum og menningarheimum fyrir borð borinn.”

Fjölmargir hafa haft samband við Siðmennt og kvartað undan trúboði í opinberum skólum. Í þessum hópi eru trúleysingjar og fólk sem aðhyllist aðra trú en þá sem Þjóðkirkjan boðar. Siðmennt hefur fengið leyfi til að birta sumar þessar athugasemdir á vefsíðu félagsins. (sjá: www.sidmennt.is/trufrelsi/skoli.php)

Til baka í yfirlit