Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Fjölgun mest í Siðmennt í september 2023

Fjölgun mest í Siðmennt í september 2023
Þann 10. október birti Þjóðskrá tölur yfir skráningu í trú - og lífsskoðunarfélög fram til 1. október 2023. https://skra.is/.../Skraning-i-tru-og-lifsskodunarfelog.../
Frá 1. desember 2022 til 1. október 2023 hefur fjölgun meðlima í trú- og lífsskoðunarfélagi verið mest í Siðmennt eða um 405 meðlimi, sem er um 7,6% fjölgun.
Jafnframt skal þess getið að september er sá mánuður ársins 2023 sem fjölgun hefur verið mest, bæði hlutfallslega (1,2%) og talið í fjölda einstaklinga (69 nýskráningar).
Til baka í yfirlit