
Húmanistar hugsa sjálfstætt
Húmanistar trúa því að ekki þurfi guð eða æðri máttarvöld til þess að skapa sér tilgang í lífinu - þessu eina lífi sem við eigum. Við tökumst á við áskoranir tilvistarinnar með umhyggju, rökhyggju og forvitni að vopni.
Siðrænn húmanismi
Siðmennt er félag siðrænna húmanista. Siðrænir húmanistar leggja áherslu á siðræn gildi og þekkingarleit án vísana í yfirnáttúrleg fyrirbrigði.
Athafnir
Siðmennt býður upp á trúarlega hlutlausa athafnarþjónustu fyrir húmanista og annað fólk sem stendur á tímamótum í lífinu.
Trúfrelsi
Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus, óháð trúarbrögðum og eiga ekki að hygla ákveðnum lífsskoðunum umfram aðrar. Siðmennt berst fyrir veraldlegu samfélagi.
Athafnaþjónusta Siðmenntar
Fréttir

Stöndum saman gegn hatri #hinseginleikinn
14.09.2023
Hatrið hefur fengið alltof mikið pláss á samfélagsmiðlum síðustu daga. Fólk hefur jafnvel haldið því fram að hinsegin fólk séu geðveikir og kynferðislega brenglaðir barnaníðingar...

Þingsetningarhugvekja Siðmenntar fór fram í Iðnó þriðjudaginn 12. september
13.09.2023
Siðmennt bauð forseta Íslands, ráðherrum og þingmönnum til húmanískrar hugvekju í hádeginu þriðjudaginn 12. september vegna setningar Alþingis. Hugvekjan fór fram í sal Iðnó þar ...