Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Fjórtánda þingsetningarathöfn Siðmenntar

Fjórtánda þingsetningarathöfn Siðmenntar
Í dag hélt Siðmennt sína fjórtándu þingsetningarathöfn þar sem þingfólk, Siðmenntarfólk og aðrir gestir áttu góða hádegisstund saman.
Mæðginin Jökull Jónsson og Helga Vala Einarsdóttir glöddu gesti með tónlist auk þess sem Jökull ávarpaði samkomuna og minnti þingfólk á mikilvægi þess að hlusta á raddir unga fólksins ekki síður en þeirra sem eldri eru.
Formaður Siðmenntar, Inga Auðbjörg Straumland ávarpaði gesti og ræddi um mikilvægi þess að horfa á hefðir gagnrýnum augum og ígrunda það hvort þær þarfnist uppfærslu.
Um athafnir lífsskoðunarfélaga í dagskrá þingsetningardags sagði hún meðal annars „Sömuleiðis þurfið þið náttúrulega ekkert á þessari athöfn að halda, en á meðan að þjóðinni eru send þau skilaboð að þinghald hefjist á guðsþjónustu, munum við bjóða upp á þennan valkost, þar sem við nýtum tækifærið og leyfum fjölbreyttum röddum að fanga athygli ykkar í örstutta stund“.
Metfjöldi þingfólks sótti athöfnina og komu úr flokkum Vinstri Grænna, Pírata, Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins. 
Þingsetningarathöfnin skaraðist ekki á við guðþjónustuna og gátu þingmenn því setið báðar athafnir.
Til baka í yfirlit