Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Jöfn mannréttindi allra – álit Siðmenntar á hjónabandinu

Vegna umræðu undanfarna daga vill Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, árétta skoðun sína á hjónabandinu og giftingum.

Víðast í Evrópu tíðkast það fyrirkomulag að opinberir aðilar annist giftingar þar sem um löggerning er að ræða. Siðmennt tekur undir þessa afstöðu og telur að það eigi að vera á valdi og forræði opinberra aðila að sjá um lagalega hjónavígslu og staðfestingu þess.

Siðmennt hvetur því Alþingi að setja ein lög um hjúskap sem gilda fyrir alla óháð kynhneigð. Í þeim lögum verði kveðið á um að það sé á valdi ríkisins að annast lagalega giftingu (borgaraleg athöfn). Vilji síðan hjónin fá blessun á vegum síns lífsskoðanafélags getur það leitað til prests eða athafnarstjóra síns félags.

Siðmennt hefur þegar framkvæmt fyrstu húmanísku (veraldlegu) giftinguna fyrir skemmstu og er að sjálfsögðu einnig reiðubúið að aðstoða samkynhneigð pör til þess að halda athöfn til að fagna og opinbera hjónaband þeirra.

Fréttatilkynning um stefnu Siðmenntar send fjölmiðlum þ. 1. nóvember 2007

Til baka í yfirlit