Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Regnbogaferming - Hinseginleikanum fagnað

Regnbogaferming - Hinseginleikanum fagnað
Siðmennt býður upp á fermingarathöfn árið 2025 þar sem skapað er öruggara rými fyrir hinsegin tjáningu. Mörg okkar fermingarbarna eru hinsegin, eða eiga hinsegin vini og skyldmenni, og við viljum bjóða upp á athöfn þar sem hinseginleikinn er heiðraður, hvort sem er í umgjörð eða vali á ræðufólki.

Athöfnin er opin öllum sem skilgreina sig hinsegin á einhvern hátt, eða vilja fagna hinseginleikanum af opnum hug, óháð eigin hinseginleika.

Vert er að taka það fram að hinsegin fermingarbörn eru að sjálfsögðu velkomin í hvaða athöfn sem er. Þetta er einungis annar valkostur.

Dagsetning 13 apríl 2025 kl. 14:00
Skráning hér
Til baka í yfirlit